fös 10. janúar 2020 10:08
Magnús Már Einarsson
Maguire gæti spilað á morgun - Rugluðust fjölmiðlar á Kane?
Klár í slaginn.
Klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, blés í dag á sögusagnir fjölmiðla um að varnarmaðurinn Harry Maguire verði frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla á mjöðm.

Maguire meiddist gegn Wolves um síðustu helgi og var fjarri góðu gamni gegn Manchester City í deildabikarnum í vikunni.

Maguire gæti hins vegar snúið aftur í lið Manchester United á morgun gegn Norwich.

„Hann á möguleika á að spila á morgun. Þetta voru smávægileg meiðsli og ég veit ekki hvaðan fréttirnar komu. Kannski hafið þið ruglast á honum og Harry Kane," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag en Kane verður frá keppni þar til í apríl.

„Hann (Maguire) æfir í dag og við sjáum hvernig hann verður á morgun. Þetta kemur ekki á óvart. Hann er stríðsmaður sem vill spila og ef það eru smávægileg meiðsli þá er hann til í að spila."

Solskjær staðfesti einnig á fréttamannafundinum í dag að Jesse Lingard verði ekki með á morgun vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner