Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Pétur Theodór íþróttamaður Gróttu
Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Pétur Theodór Árnason var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður Gróttu fyrir árið 2019. Pétur átti frábært tímabil með Gróttu í Inkasso-deildinni og varð markakóngur með 15 mörk.

Eins og kunnugt er sigraði Grótta deildina en í lok tímabils var Pétur valinn í lið ársins og valinn leikmaður ársins á lokahófi Gróttu.

Pétur tekur við titlinum af liðsfélaga sínum Degi Guðjónssyni.

Feðgarnir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Orri Steinn Óskarsson fóru einnig heim með verðlaun í gær en Óskar var valinn þjálfari ársins hjá Gróttu og Orri Steinn íþróttamaður æskunnar.

Orri leikur nú með danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn og Óskar þjálfar meistaraflokk karla hjá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner