Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Rúnar lenti á túni fyrir leik í Kasakstan
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Astana og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

Rúnar hefur spilað í Kasakstan síðan sumarið 2018 og hann hefur kynnst ýmsu á tíma sínum þar. Kasakstan er risastórt land og Astana flýgur í alla útileiki sína. Í einni flugferðinni lenti Rúnar í óvæntu atviki.

„Við lentum á túni. Við keyrðum á vélinni á túni í fimm mínutur, svo var moldarvegur í fimm mínútur og svo var malbikað rétt fyrir framan flugstöðina," sagði Rúnar.

„Inni beið maður eftir töskunni og þetta var eins og á Sauðárkróksflugvelli, það var einhver sem rétti þér töskuna yfir borð. Þú lendir í öllu og það er bara gaman."

„Þetta eru ólíkir menningarheimar þarna innanlands. Það er mikilvægt að vera andlega undirbúinn undir allt og þá kemur ekkert manni á óvart."


Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner