Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. janúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær talar vel um Young - Höndlar sögusagnirnar
Solskjær og Young léttir.
Solskjær og Young léttir.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var spurður út í framtíð Ashley Young á fréttamannafundi í dag. Young hefur verið orðaður við Inter undanfarna daga en hann verður samningslaus í sumar.

„Hann er einn af okkar leikmönnum og hann er fyrirliði okkar. Það er mikið af sögusögnum í gangi en við höndlum það. Við erum vanir þessu hjá okkar félagi. Ashley hefur verið mjög fagmannlegur og einbeittur og ég held að það breytist ekki," sagði Solskjær.

Aðspurður hvort Young sé á förum frá Manchester United núna í janúar eða í sumar sagði Solskjær: „Það eru viðræður sem ég og Ashley þurfum að taka ef eitthvað kemur upp. Við erum ekki með of marga leikmenn heila heilsu svo við þurfum á þeim að halda sem eru klárir."

„Ashley hefur verið mjög góður fyrir félaigð. Hann hefur verið mjög góður fyrirliði á þessu tímabili. Sjáum hvar við stöndum í júní og hvar við stöndum í febrúar."

Athugasemdir
banner