Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. janúar 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham í viðræðum við Milan um Piatek
Krzysztof Piatek
Krzysztof Piatek
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur er í viðræðum við AC Milan um pólska framherjann Krzysztof Piatek. Þetta kemur fram í enskum og ítölskum miðlum í dag en þeim ber þó ekki alveg saman um stöðuna á viðræðunum.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, vill ólmur fá inn framherja í ljósi þess að Harry Kane verður frá þangað til í apríl.

Lucas Moura og Heung-Min Son eru einu leikmennirnir sem geta leyst stöðuna í fjarveru hans og virðist því Daniel Levy, framkvæmdastjóri Tottenham, vera með hraðar hendur í glugganum.

Samkvæmt Sun þá er Piatek bókaður í læknisskoðun á næstu tveimur sólarhringum hjá Tottenham. Þar kemur fram að kaupverðið sé 23,8 milljónir punda en getur hækkað upp í rúmlega 27 milljónir punda ef ákveðnum kröfum er mætt.

Sky Sport Italia greinir þó frá því að Tottenham hafi fyrst lagt fram lánstilboð í Piatek sem var hafnað af Milan. Tottenham hafi þá boðið Milan að fá Victor Wanyama og Juan Foyth í skiptidíl en því tilboði var einnig hafnað.

Milan vill aðeins fá peninga en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Piatek er kominn aftarlega í goggunarröðinni eftir að Zlatan Ibrahimovic samdi við Milan.
Athugasemdir
banner
banner