Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. janúar 2020 09:16
Magnús Már Einarsson
Tottenham og Chelsea vilja Lemar - Koulibaly til Man Utd?
Powerade
Kalidou Koulibaly er orðaður við Manchester United.
Kalidou Koulibaly er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Thomas Lemar.
Thomas Lemar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að rýna í janúar gluggann.



Chelsea ætlar að berjast við Tottenham um að fá kantmanninn Thomas Lemar (24) á láni frá Atletico Madrid út tímabilið. (Telegraph)

Tottenham er að skoða Moussa Dembele (23) framherja Lyon eftir að ljóst varð að Harry Kane spilar ekkert fyrr en í fyrsta lagi í apríl vegna meiðsla. (Goal)

Tottenham hefur náð samkomulagi um að fá framherjann Krzysztof Piatek (24) frá AC Milan á 28 milljónir punda. (Sun)

Manchester United vonast til að fá varnarmanninn Kalidou Koulibaly (28) frá Napoli í þessum mánuði. (Star)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gæti krækt í varnarmanninn Nathan Ake (24) frá Bournemouth ef Chelsea kaupir hann ekki. (Star)

Tottenham hefur áhuga á að fá Nelson Semedo (26) hægri bakvörð Barcelona. (Mirror)

Real Madrid vill ennþá selja Gareth Bale (30) þrátt fyrir að umboðsmaður hans segi að það sé ólíklegt að hann fari í sumar. (Telegraph)

Habib Diallo (24), framherji Metz, er á óskalista Chelsea en félagið gæti keypt hann á 17 milljónir punda. (Star)

Leicester vill ekki gefast upp í baráttunni um Merih Demiral, varnarmann Juventus. Ítalska félagið hefur hafnað tveimur tilboðum frá Leicester í Demiral en Manchester City hefur líka áhuga. (Mirror)

Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, fundaði með Everton í þrjá tíma og ræddi um að taka mögulega við liðinu. (Mail)

Arsenal er að berjast um hægri bakvörðinn Yan Couto (17) hjá brasilíska félaginu Coritiba. (Metro)

Barcelona ætlar að berjast við Arsenal um Dayot Upamecano (21) varnarmann RB Leipzig. (Express)

West Ham hefur náð samkomulagi um að fá Gedson Fernandes (21) á láni frá Benfica í eitt og hálft ár. (Mail)

Newcastle hefur fengið þau skilaboð að félagið verði að borga 22,5 milljónir punda til að fá framherjann Ademola Lookman (22) frá RB Lepzig. (Northern Echo)

Newcastle hefur lagt fram tilboð í Emmanuel Dennis (22) framherja Club Brugge. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner