Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 10. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður Valverde rekinn frá Barcelona?
Ernesto Valverde gæti misst starfið
Ernesto Valverde gæti misst starfið
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á Spáni, viðurkennir að það sé erfitt að forðast umræðu um að hann verði látinn taka poka sinn á næstunni.

Barcelona tapaði fyrir Atlético Madríd í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í gær en þegar aðeins tíu mínútur voru eftir voru Börsungar 2-1 yfir en Atlético kom til baka og skoraði tvö mörk með stuttu millibili.

Stuðningsmenn Barcelona hafa kallað eftir því að hann verði látinn fara og veit Valverde vel að erfitt sé að forðast slíka umræðu.

„Þjálfarar vilja alltaf vera með þá hugmyndafræði að leggja hart að sér og gefa allt í leikina. Við vitum hvernig fótboltinn er og það er alltaf varanlegur óstöðugleiki," sagði Valverde.

„Þegar úrslitin eru slæm eða maður tapar, eins og gerðist í kvöld þá býst ég við því að við munum tala um hitt og þetta. Það er ekki hægt að komast hjá því en ég mun halda áfram að vinna mína vinnu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner