Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 10. janúar 2021 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind skoraði tvennu í sigri á drengjaliði Le Havre
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvennu fyrir franska félagið Le Havre í æfingaleik í gær.

Kvennalið Le Havre mætti U14/U15 liði stráka hjá félaginu og fór með sigur af hólmi.

Leikurinn endaði 4-1 og var Berglind á skotskónum. Varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir er einnig á mála hjá félaginu.

Þessi leikur var í undirbúningi fyrir frönsku úrvalsdeildina sem fer aftur af stað um næstu helgi. Le Havre er á botni deildarinnar en liðið er komið með nýjan þjálfara fyrir seinni hluta tímabilsins. Michaël Bunel tók nýlega við liðinu en hann hefur starfað lengi hjá Le Havre.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner