Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 10. janúar 2021 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoraði flott mark gegn Leeds eftir „langan og erfiðan veg"
Tsaroulla var á skotskónum í dag.
Tsaroulla var á skotskónum í dag.
Mynd: Getty Images
Crawley vann magnaðan sigur á Leeds United í þriðju umferð FA-bikarsins í dag.

Leikurinn endaði með 3-0 sigri Crawley sem er í ensku D-deildinni. Leeds er í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrsta mark Crawley í leiknum gerði Nicholas Tsaroulla á 50. mínútu. Markið var mjög flott þar sem hann fór illa með tvo varnarmenn Leeds og átti skot sem Kiko Casilla réð ekki við.

Tsaroulla er 21 árs gamall en þetta er hans fyrsta mark sem hann skorar í keppnisleik í meistaraflokki.

Hann er fyrrum leikmaður með bæði Tottenham og Brentford en það gekk ekki upp þar hjá honum. Þegar hann var leikmaður Tottenham lenti hann í bílslysi og gat hann ekki spilað fótbolta í heilt ár eftir það.

„Þvílík liðsframmistaða, ég er í skýjunum. Ég veit ekki hvað gerðist, ég missti mig í augnablikinu. Þetta hefur verið langur, erfiður vegur fyrir mig. Þetta er frábært augnablik og ég er mjög stoltur," sagði Tsaroulla eftir leikinn.

Hér að neðan má sjá markið sem hann skoraði í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner