Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði Jökull spilað gegn Tottenham? - Fengu upplýsingar fyrir tilviljun
Icelandair
Jökull hefur verið aðalmarkvörður U21 árs landsliðsins frá því Elías fór í A-landsliðið.
Jökull hefur verið aðalmarkvörður U21 árs landsliðsins frá því Elías fór í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Jökull Andrésson var í síðustu viku kallaður inn í A-landsliðið fyrir komandi leiki í Tyrklandi. Patrik Sigurður Gunnarsson meiddist á dögunum og var Jökull kallaður inn í hans stað.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jökull, sem er tvítugur, er í A-landsliðshóp en hann lék í haust sína fyrstu tvo leiki með U21 árs landsliðinu. Hann er á láni hjá Morecambe í ensku C-deildinni frá Reading sem spilar í deild ofar.

„Aðal"markvörðurinn spilaði ekki í gær
Í gær fór Morecambe í heimsókn á heimavöll Tottenham og lék gegn úrvalsdeildarfélaginu í 3. umferð enska bikarsins. Trevor Carson varði mark liðsins í leiknum en hann er nýkominn til liðs við félagið.

Á bekknum var Kyle Letheren sem hefur varið mark Morecambe í flestum leikjum tímabilsins - hann og Jökull hafa svolítið skipst á að spila en Letheren hefur þó verið númer eitt, aðalmarkvörður, frá því í fyrsta leik í desemer og spilað alla leiki þar til í gær. Því er hægt að velta fyrir sér hvort Jökull hefði varið mark Morecambe í gær, ef hann hefði verið á Englandi.

Komust að því fyrir tilviljun að hægt væri að velja Jökul
Arnar var spurður hvort það hefði verið einhver umræða um hvort Jökull myndi spila bikarleikinn með Morecambe og koma síðan til ykkar?

„Eins og er vitað vorum við með Patrik [Sigurð Gunnarsson] fyrst inni. Við vorum eiginlega ekkert að pæla í honum Jökli þar sem við töldum að við myndum ekki geta losað hann vegna leikjálags í Englandi," sagði Arnar.

„Síðan þegar Patti meiðist þá fengum við upplýsingar um það að það gæti orðið möguleiki á að losa Jökul fyrir þetta verkefni. Við fórum strax í að athuga það, ég veit ekki alveg hvernig þetta er hjá Morecambe en þeir eru mikið að skipta á milli leikja og það er ekki fastur markmaður hjá þeim. Það var fyrir tilviljun, sem betur fer, að við fengum þessar upplýsingar og fréttir eftir að Patti meiddist," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner