Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 10. janúar 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir það synd að Lössl vilji ekki snúa aftur til Midtjylland
Jonas Lössl
Jonas Lössl
Mynd: EPA
Sven Graversen, yfirmaður íþróttamála hjá danska félaginu Midtjylland, segir það synd að Jonas Lössl vilji ekki snúa aftur til félagsins þegar lánssamningi hans við Brentford lýkur í sumar.

Lössl snéri aftur heim til Midtjylland á síðasta ári eftir að hafa spilað með Huddersfield Town og Everton á Englandi en Elías Rafn Ólafsson tók stöðuna af honum seinni hluta tímabilsins.

Danski markvörðurinn var ósáttur við þetta og lét klúbbinn vita af því. Í byrjun janúar lánaði Midtjylland hann til enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford en hann sagði í viðtali að hann ætlaði sér ekki að snúa aftur til danska félagsins.

Samningur hans við danska félagið er til 2025 og má því gera ráð fyrir því að hann fari fram á sölu. Hann spilaði fyrsta leik sinn fyrir Brentford um helgina er liðið vann Port Vale, 4-1, í enska bikarnum.

„Jonas er góð og heiðarleg manneskja sem okkur þykir gríðarlega vænt um. Við berum mikla virðingu fyrir honum og það væri alger synd ef hann ákveður að snúa ekki aftur hingað. Við munum ræða saman og vonandi nær hann þeim markmiðum sem hann hefur sett sér," sagði Graversen.
Athugasemdir
banner
banner
banner