Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. janúar 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: ÍA vann í fyrsta leik Arnórs
100. leikur Viktors.
100. leikur Viktors.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍA mætti Þrótti Reykjavík í æfingaleik á laugardag. Leikið var í Akraneshöllinni og unnu heimamenn í ÍA 3-2 sigur.

Mörk ÍA skoruðu þeir Hlynur Sævar Jónsson, Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Breki Þór Hermannsson. Ágúst Karel Magnússon skoraði fyrra mark Þróttar og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal skoraði seinna markið.

Þetta var fyrsti leikur Arnórs Smárasonar fyrir félagið en Skagamaðurinn skrifaði undir samning eftir að síðasta tímabili lauk. Arnór er uppalinn hjá ÍA en fór ungur að árum í atvinnumennsku í Hollandi, lék erlendis út tímabilið 2020. Hann sneri þá heim til Íslands og samdi við Val þar sem hann lék síðustu tvö tímabil.

Leikurinn var jafnframt 100. leikur Viktors Jónssonar fyrir ÍA. Hann hefur verið hjá ÍA síðan 2019 en hann kom einmitt frá Þrótti eftir tímabilið 2018.

Liðin spila bæði í Lengjudeildinni á komandi tímabili, Þróttur fór upp úr 2. deildinni í sumar á meðan ÍA féll úr Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner