Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. janúar 2023 10:08
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti tók 18 ára strák með til Sádi-Arabíu
Mynd: Getty Images
Ofurbikarinn á Spáni fer ram í Sádi-Arabíu en þar taka fjögur lið þátt. Spánarmeistarar Real Madrid mæta Valencia í fyrri undanúrslitaleiknum á miðvikudaginn.

Á fimmtudag leika bikarmeistarar Real Betis svo gegn Barcelona en sigurliðin leika til úrslita á sunnudag.

David Alaba og Aurelien Tchouameni eru á meiðslalistanum svo Carlo Ancelotti hefur ákveðið að taka 18 ára gamlan miðjumann með sér, hinn franska Martio Martín.

Hann hefur verið fastamaður hjá varaliði Real Madrid, sem Raul stýrir, á þessu tímabili.

Diario AS segir leikmanninn að mörgu leyti vera svipaður Tchouameni en í grunninn er hann varnarsinnaður miðjumaður. Hann getur þó skotið af löngu færi og er harður í horn að taka í einvígjum.

Þá er Martín sagður mjög áreiðanlegur, hann gerir sárafá mistök og er í miklu uppáhaldi hjá þjálfurum sínum. Þó ekki sé talið líklegt að Martín verði í stóru hlutverki í Ofurbikarnum er ljóst að einhver ástæða er fyrir því að Ancelotti tekur hann með. Spennandi leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner