Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 10. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
England í dag - Nær Chelsea að gera Liverpool greiða?
Mynd: Getty Images
Það verður sannkallaður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Manchester City fær Chelsea í heimsókn á Etihad leikvanginn í Manchester.

Chelsea vann fyrri leik liðanna í deildinni á Stamford Bridge en lokatölur urðu 2-0. N'Golo Kante og David Luiz með mörkin þar.

Með sigri Manchester City í dag endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Liverpool stal því tímabundið í gær.

Fyrri leikur dagsins er viðureign Tottenham og Leicester á Wembley. Leicester hefur staðið í stóru liðunum og náð að standa í þeim flestum.

Meiðsli hafa verið að herja á lið Tottenham undanfarnar vikur en þrátt fyrir það hefur liðið verið að ná í sterk úrslit. Leikur Tottenham og Leicester hefst klukkan 13:30 í dag.

Sunnudagur:
13:30 Tottenham - Leicester (Stöð 2 Sport)
16:00 Manchester City - Chelsea (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner