Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía í dag - Juventus í beinni útsendingu
Mynd: Getty Images
Sex leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag og hefjast herlegheitin strax í hádeginu þegar Bologna og Genoa mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Þrír leikir hefjast klukkan þrjú áður en að topplið Juventus heimsækir Sassuolo klukkan 17:00.

Það virðist ekkert lið ætla að koma í veg fyrir það að Juventus lyfti ítalska meistaratitlinum í vor. Sassuolo er um miðja deild en Juventus vann fyrri leik liðanna í deildinni, 2-1.

Síðasti leikur dagsins er viðureign AC Milan og Cagliari en Milan er í harðri Meistaradeildarbaráttu. Cagliari er í 15. sæti og er liðið fjórum stigum frá fallsæti.

Sunnudagur:
11:30 Bologna - Genoa (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Sampdoria - Frosinone
14:00 Atlanta - SPAL
14:00 Torino - Udinese
17:00 Sassuolo - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
19:30 AC Milan - Cagliari (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner