banner
   sun 10. febrúar 2019 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ronaldo allt í öllu í góðum sigri
Mynd: Getty Images
Sassuolo 0 - 3 Juventus
0-1 Sami Khedira ('23 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('70 )
0-3 Emre Can ('86 )

Sassuolo og Juventus áttust við í nokkuð jöfnum leik þar sem gæðamunur liðanna réði úrslitum að lokum.

Sami Khedira kom Ítalíumeisturunum yfir í fyrri hálfleik þegar hann fylgdi skoti frá Cristiano Ronaldo eftir með marki en heimamenn komust nokkrum sinnum nálægt því að jafna áður en næsta mark leit dagsins ljós.

Sassuolo byrjaði seinni hálfleikinn vel en Ronaldo tvöfaldaði forystu gestanna þegar hann stökk hæst og stangaði hornspyrnu frá Miralem Pjanic í netið.

Heimamenn reyndu að komast aftur inn í leikinn en allar vonir liðsins dóu með þriðja og síðasta marki leiksins, sem Emre Can skoraði eftir stoðsendingu frá Ronaldo.

Juve er enn taplaust og er með ellefu stiga forystu á toppi deildarinnar. Sassuolo er sem fyrr um miðja deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner