Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 10. febrúar 2019 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Sarri tók ekki í höndina á Guardiola
Mynd: Getty Images
Þetta er mögulega versti dagur Maurizio Sarri frá því að hann tók við Chelsea síðasta sumar en liðið tapaði 6-0 fyrir Manchester City í dag. Það er stærsta tap liðsins í efstu deild á Englandi síðan gegn Nottingham Forest árið 1991.

Sarri var harðorður í garð eigin leikmanna eftir óvænt 4-0 tap gegn Bournemouth í lok janúar og hélt hann leikmönnum sínum inni í klefa í rúma klukkustund eftir leikinn. Hann virtist enn pirraðari eftir tapið í dag þar sem hann rauk af velli án þess að taka í hönd Pep Guardiola að leikslokum.

Staða Sarri við stjórnvölinn hjá Chelsea var í hættu fyrir leikinn í dag og verður áhugavert að sjá hvernig hann svarar fyrir sig á fréttamannafundi sem hefst von bráðar.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner