Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 20:13
Ívan Guðjón Baldursson
Rakel kom af bekknum og skoraði tvö fyrir Reading
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru nokkur Íslendingalið sem spiluðu í dag en enginn Íslendingur gerði betur heldur en Rakel Hönnudóttir.

Rakel er nýlega gengin til liðs við Reading eftir að hafa gert frábæra hluti hjá Bunkeflo í sænska boltanum fyrir áramót.

Rakel kom inná í 13-0 sigri Reading í enska kvennabikarnum og skoraði hún tvö mörk á þremur mínútum.

Guðlaugur Victor Pálsson lék þá allan leikinn í tapi Darmstadt í þýsku B-deildinni en aðrir Íslendingar máttu láta sér nægja bekkjarsetu í dag.

Elías Már Ómarsson kom ekki við sögu er Excelsior tapaði enn eina ferðina í hollensku deildinni. Þá var Sverrir Ingi Ingason á bekknum er PAOK lagði Olympiakos í toppbaráttu gríska boltans og kom Hjörtur Hermannsson ekki við sögu í 3-3 jafntefli Bröndby gegn Nordsjælland í Danmörku.

Reading 13 - 0 Keynsham Town
11-0 Rakel Hönnudóttir ('78)
12-0 Rakel Hönnudóttir ('80)

Darmstadt 1 - 2 Heidenheim

PAOK 3 - 1 Olympiakos

Nordsjælland 3 - 3 Bröndby

Sittard 4 - 1 Excelsior
Athugasemdir
banner
banner