sun 10. febrúar 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Ramos telur að Real geti enn náð Barca
Mynd: Getty Images
Real Madrid sigraði nágrannaslaginn í Madrid í gær þegar liðið hafði betur gegn Atletico í spænsku úrvalsdeildinni.

Sergio Ramos skoraði sitt ellefta mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Real Madrid yfir úr vítaspyrnu. Eftir leikinn er Barcelona með fimm stiga forskot á Real.

Ramos telur að Real geti náð Barcelona að stigum enda sé nóg af leikjum eftir. Barcelona á þó leik til góða á Real.

„Mótið er ekki búið. Það eru mörg stig í pottinum og öll lið geta valdið vandræðum. Við þurfum að trúa því að við getum komið til baka."

„Við munum berjast allt til loka og reyna að gera Barcelona lífið leitt. Við gerum okkur þó grein fyrir því að þeir eru í bílstjórasætinu með góða forystu."

Barcelona getur aukið forskot sitt í kvöld í átta stig ef að liðið vinnur Athletic Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner
banner