Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Tíu leikmenn Sevilla jöfnuðu á ótrúlegum lokakafla
En-Nesyri með sex mörk í þremur leikjum
Mynd: Getty Images
Mynd: Agencia EFE
Þremur leikjum er lokið í spænska boltanum í dag og var mesta fjörið vafalaust í viðureign Sevilla gegn Eibar.

Fabian Orellana kom Eibar yfir í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Charles forystuna eftir leikhlé.

Til að bæta gráu ofan á svart fékk Ever Banega rautt spjald í liði Sevilla á 84. mínútu en þá virtust heimamenn loks vakna til lífsins í sóknarleiknum.

Wissam Ben Yedder minnkaði muninn skömmu eftir rauða spjaldið og náði Pablo Sarabia að jafna eftir fyrirgjöf frá Quincy Promes í uppbótartíma.

Sarabia bjargaði þannig mikilvægu stigi fyrir Sevilla sem er í fjórða sæti, tveimur stigum fyrir ofan næsta lið. Eibar er áfram í Evrópubaráttunni, tveimur stigum frá Evrópudeildarsæti.

Youssef En-Nesyri, 21 árs sóknarmaður frá Marokkó, virðist þá ætla að bjarga Leganes frá falli uppá eigin spýtur en hann gerði öll þrjú mörk leiksins gegn Real Betis í dag.

Betis situr áfram í Evrópudeildarsæti á meðan Leganes er komið sex stigum frá fallsæti. En-Nesyri virðist vera kominn í gang en hann er búinn að gera sex mörk í síðustu þremur deildarleikjum og er kominn með 8 í 20 leikjum á tímabilinu.

Valencia gerði þá markalaust jafntefli við Real Sociedad og eru liðin jöfn á stigum í Evrópubaráttunni, einu stigi eftir Real Betis.

Leganes 3 - 0 Betis
1-0 Youssef En-Nesyri ('22 )
2-0 Youssef En-Nesyri ('36 )
3-0 Youssef En-Nesyri ('66 )
Rautt spjald:Javi Garcia, Betis ('81)

Sevilla 2 - 2 Eibar
0-1 Fabian Orellana ('22 )
0-2 Charles ('63 )
1-2 Wissam Ben Yedder ('88 )
2-2 Pablo Sarabia ('90 )
Rautt spjald:Ever Banega, Sevilla ('84)

Valencia 0 - 0 Real Sociedad
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner