Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 10. febrúar 2019 16:24
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland: Alfreð fór meiddur útaf er liðið fékk skell
Milot Rashica fagnar einu af mörkum sínum í dag.
Milot Rashica fagnar einu af mörkum sínum í dag.
Mynd: Getty Images
Werder 4 - 0 Augsburg
1-0 Milot Rashica ('5 )
2-0 Johannes Eggestein ('27 )
3-0 Milot Rashica ('28 )
4-0 Kevin Mohwald ('83 )

Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg náðu ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu síðustu helgi þegar þeir mættu Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Werder Bremen komst yfir strax á 5. mínútu með marki frá Milot Rashica. Brekkan varð enn brattari þegar Þjóðverjinn Johannes Eggestein tvöfaldaði forystu Bremen.

Rasicha skoraði annað mark sitt og þriðja mark Bremen á 28. mínútu og staðan orðin 3-0. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Alfreð Finnbogason var tekinn útaf á 68. mínútu en svo virðist vera sem að hann hafi verið meiddur. Hann haltraði útaf. André Hahn kom inná í hans stað.

Kevin Möhwald rak síðasta naglann í kistu Augsburg 83. mínútu og lokatölur, 4-0, Bremen í vil.



Athugasemdir
banner
banner
banner