Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 10. febrúar 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Þýskaland í dag - Hvað gerir Alfreð?
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Toppliðin áttu leiki í gær en nú er komið að neðri hlutanum.

Alfreð Finnbogason var sjóðheitur um síðustu helgi þegar hann skoraði þrennu gegn Mainz. Alfreð og hans félagar heimsækja Werder Bremen í dag.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á (SportTV 2).

Werder Bremen er um miðja deild en Augsburg náði í dýrmæt þrjú stig í síðustu umferð og náðu að koma sér aðeins frá fallsætinu.

Síðasti leikur umferðarinnar er síðan viðureign Fortuna Dusseldorf og Stuttgart sem að hefst klukkan 17:00 í dag.

Sunnudagur:
14:30 Werder Bremen - Augsburg (SportTV 2)
17:00 Fortuna Dusseldorf - Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner