Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. febrúar 2019 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Valur er Reykjavíkurmeistari kvenna 2019
Margrét Lára markadrottning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 2 KR
1-0 Þórunn Helga Jónsdóttir ('26, sjálfsmark)
2-0 Hallbera Guðný Gísladóttir ('33)
2-1 Fehima Líf Purisevic ('75)
2-2 Katrín Ómarsdóttir ('87)

Valur varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna eftir 2-2 jafntefli gegn KR í síðasta leik mótsins.

Valur var með fullt hús stiga fyrir viðureignina og virtist ætla að vinna fimmta leikinn af fimm þegar staðan var 2-0 í hálfleik.

KR-stúlkur voru ekki á því máli og náðu jafntefli eftir hetjulega endurkomu þar sem Katrín Ómarsdóttir gerði jöfnunarmark á lokakaflanum.

Valur lýkur því keppni með 13 stig eftir 5 umferðir og markatöluna 34:3 en KR endar meðal botnliðanna, með 4 stig.

Margrét Lára Viðarsdóttir endar sem markadrottning Reykjavíkurmótsins með 9 mörk.
Athugasemdir
banner
banner