Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. febrúar 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Mourinho hafa höndlað Shaw á niðrandi hátt
Luke Shaw, bakvörður Manchester United.
Luke Shaw, bakvörður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Luke Shaw hefur verið að spila virkilega vel fyrir Manchester United.

Sparkspekingurinn Ian Wright ræddi um breytinuna sem hefur orðið á Shaw og gagnrýnir Jose Mourinho fyrir það hvernig hann höndlaði enska varnarmanninn þegar hann hélt um stjórnartaumana á Old Trafford.

„Þegar Luke Shaw kom til United frá Southampton var hann magnaður leikmaður, en hann fór aðeins út af sporinu. Hann meiddist og datt úr formi, en hann er búinn að snúa því við. Hann er í betra standi, er öflugri og sýnir hvað hann getur gert," segir Wright.

„Sú meðhöndlun sem hann fékk frá Mourinho var á margan hátt niðrandi. Ég var ekki hrifinn af því."

Mourinho hikaði ekki við að gagnrýna Shaw opinberlega þegar hann var stjóri United og lét ýmislegt flakka um frammistöðu hans og líkamlegt form.
Athugasemdir
banner
banner