Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýska knattspyrnusambandið fundaði með Musiala
Jamal Musiala.
Jamal Musiala.
Mynd: Getty Images
Þýska knattspyrnusambandið er að reyna að sannfæra Jamal Musiala, 17 ára gamlan leikmann Bayern München, að spila fyrir þýska landsliðið.

Oliver Bierhoff, yfirmaður hjá þýska landsliðinu, kveðst hafa átt góðan fund með Musiala.

Musiala er fæddur í Þýskalandi og á hann bresk-nígerískan föður og þýska móður. Hann ólst að mestu upp í Englandi og spilaði með unglingaliðum Chelsea. Hann fór hins vegar til Þýskalands aftur 2019 og gekk í raðir Bayern München.

Hann hefur spilað 22 keppnisleiki með aðalliði Bayern á þessu tímabili og er ljóst að það er mikið í þennan sóknarsinnaða miðjumann spunnið. Hann hefur spilað með bæði yngri landsliðum Englands og Þýskalands, en hann á tvo leiki að baki með U21 landsliði Englands.

Bierhoff lét Musiala vita að hann sæi hann sem framtíðarlandsliðsmann hjá Þýskalandi og segir hann samræðurnar hafa verið góðar.

Samkvæmt vefmiðlinum Goal þá telur þýska knattspyrnusambandið góðar líkur á að hann velji Þýskaland en hann hefur spilað fyrir U16 lið Þjóðverja.

Það á eftir að koma betur í ljós en hann þarf líklega að velja fljótt þar sem það mun ekki líða á löngu þangað til hann verður valinn í A-landslið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner