Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. mars 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Auddi annað árið í röð á toppnum yfir spámenn í enska boltanum
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Úlfarnir sviku Auðunn um helgina.
Úlfarnir sviku Auðunn um helgina.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal skellti sér um helgina á toppinn yfir þá sem hafa spáð í leikina á enska boltanum. Auðunn var með átta rétta af tíu mögulegum í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Einu leikirnir sem vantaði upp á voru Crystal Palace-Watford og Wolves-Brighton. Auddi spáði jafntefli í fyrrnefnda leiknum en sigri Wolves í þeim síðari. Crystal Palace vann Watford en Wolves gerði jafntefli við Brighton.

„Ég hef alltaf verið nokkuð naskur en um leið og mér finnst ég orðinn Auddi from the future klárast coolbet reikningurinn á núll einni," sagði Auddi léttur í bragði við Fótbolta.net í dag. „Ég er ekki alveg jafn naskur drukkinn og fullur af betting sjálfstrausti," bætti Auddi við og hló.

Það sem gerir spá Audda merkilegri er að á síðasta tímabili var hann einnig efsti spámaðurinn með átta rétta. Hann deildi þá efsta sætinu með félaga sínum Steinda Jr. Steindi er ekki búinn að spreyta sig á þessu tímabili en hefur Auðunn áhyggjur af því að hann taki toppsætið?

„Það eru nákvæmlega engar líkur á því! Maður sem heldur með Newcastle en getur bara nefnt Andy Cole og Alan Shearer nær ekki 8 leikjum," sagði Auddi.

Hér að neðan má sjá árangur þeirra sem hafa spáð í leikina á þessu tímabili.

Staðan í vetur:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Gunnar Sigurðarson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Stefán Árni Pálsson (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Stefán Jakobsson (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner