Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 10. mars 2020 12:02
Elvar Geir Magnússon
Chelsea krækir í efnilegan Finna
Frank Lampard og Jimi Tauriainen.
Frank Lampard og Jimi Tauriainen.
Mynd: Instagram
Chelsea hefur krækt í 16 ára finnskan leikmann frá HJK Helsinki, Jimi Tauriainen.

Tauriainen hafnaði tilboðum frá ítölskum félögum og mun ganga í raðir Chelsea í sumar á þriggja ára samningi.

Hann hefur verið undir smásjá stórliða í Evrópuboltanum í langan tíma en faðir hans er Pasi Tauriainen, fyrrum landsliðsmaður Finnlands.

Tauriainen fór til reynslu hjá Juventus og Inter áður en hann ákvað að semja við Frank Lampard og lærisveina í Chelsea. Félög í Þýskalandi höfðu einnig áhuga.

Tauriainen er lýst sem snöggum og öflugum vængmanni sem er góður á boltann og sérfræðingur í aukaspyrnum. Honum er spáð bjartri framtíð.

Hann hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir finnska U16 landsliðið.

Frank Lampard hefur gefið ungum leikmönnum stór hlutverk á tímabilinu. Í röðum félagsins má finna Mason Mount, Tammy Abraham, Christian Pulisic, Billy Gilmour og Callum Hudson-Odoi, svo einhverjir séu nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner