Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. mars 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Dean Smith: Þetta var stórt augnablik
Dean Smith
Dean Smith
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, var ósammála vítaspyrnunni sem Leicester fékk í 4-0 tapi liðsins í gær og bendir á að það hafi haft mikil áhrif á leikinn.

Barnes kom Leicester undir lok fyrri hálfleiks eftir skelfilegt skógarhlaup Pepe Reina áður en Jamie Vardy bætti við öðru úr vítaspyrnu eftir að Tyrone Mings handlék knöttinn.

Þegar atvikið var skoðað nánar virðist boltinn fara í öxlina á Mings en þrátt fyrir það var vítaspyrna dæmd.

„Ég veit ekki af hverju þeir fengu víti. Mér fannst boltinn fara í öxlina á Mings en samt var þetta gefið. Þetta var stórt augnablik þar sem við erum enn inn í leiknum en þetta fór ekki með okkur og ég var ekki sammála þessu," sagði Smith.

Villa er í næst neðsta sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner