Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. mars 2020 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dele Alli: Sjálfstraustið er ekki til staðar
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
„Þetta er hörmulegt. Við höfðum trú fyrir leikinn, en stóðum okkur ekki," sagði Dele Alli, leikmaður Tottenham, eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Tottenham tapaði samanlagt 4-0 fyrir RB Leipzig og er úr leik.

„Þetta er Meistaradeildin, ef þú stígur ekki upp þá verður þér refsað."

„Það er erfitt að koma til baka eftir að hafa fengið tvö mörk á þig. Við þurftum að sýna þroska okkar og berjast, en það gerðum við ekki. Við getum ekki notað neinar afsakanir, við erum með gæði inn á vellinum."

„Við biðjum stuðningsmennina afsökunar, þeir eiga betra skilið," sagði Alli og bætti við: „Þetta hefur ekki verið gott tímabil. Staðreyndin er sú að við erum í slæmri stöðu, sjálfstraustið er ekki til staðar í augnablikinu."
Athugasemdir
banner