Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 13:17
Elvar Geir Magnússon
Engir áhorfendur á leik Man Utd
Kórónaveiran hefur mikil áhrif.
Kórónaveiran hefur mikil áhrif.
Mynd: Getty Images
Austurrísk stjórnvöld hafa skipað LASK Linz að spila Evrópudeildarleik gegn Manchester United á fimmtudag bak við luktar dyr.

Ríkisstjórarfundur var haldinn í morgun og fjölmiðlar segja að allir leikir í Austurríki verði leiknir fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar.

Leikurinn á fimmtudag verður fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Heilbrigðisráðherra Austurríkis, Rudolf Anschober, segir að í morgun hafi verið ákveðið að fresta öllum viðburðum utandyra sem 500 manns eða fleiri taka þátt í.

Um 900 stuðningsmenn Manchester United hafa keypt miða á leikinn.


Athugasemdir
banner