Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla: Æft okkur í mörgu sem við þurftum að bæta
Glódís í leik með landsliðinu.
Glódís í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ótrúlega gaman að klára þetta mót með sigri og að halda hreinu. Það er góð tilfinning," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður landsliðsins, eftir 1-0 sigur á Úkraínu.

Um var að ræða síðasta leik liðsins á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland vann tvo 1-0 sigra á mótinu, gegn Norður-Írlandi og Úkraínu, en tapaði 1-0 fyrir Skotlandi.

Um leikinn í dag sagði Glódís: „Frammistaðan var á köflum mjög góð. Á köflum vorum við aðeins of fljótar á okkur og ætluðum að klára allar sóknir í tveimur sendingum."

„Allt í allt var þetta líklega okkar besti leikur á mótinu. Það er jákvætt."

Glódís var ánægð með að fá þrjá hörkuleiki á mótinu.

„Þetta er svolítið öðruvísi en við erum vanar. Við fengum þrjá hörkuleiki og eins úrslitin sýna var þetta jafnt. Við fengum að æfa okkur í mörgu sem við þurftum að bæta og vonandi tökum við það með okkur inn í verkefnið í apríl."

Næst hjá Íslandi eru útileikir gegn Ungverjandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2020. Þeir leikir eru eins og Glódís nefnir í næsta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner