Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. mars 2020 06:00
Magnús Már Einarsson
Hvíti Riddarinn semur við nýtt þjálfarateymi
Efri röð frá vinstri. Birgir Freyr Ragnarsson, Arnór Fannar Theódórsson, Gunnar Már Magnússon, Sindri Snær Ólafsson og Frans Wöhler.
Efri röð frá vinstri. Birgir Freyr Ragnarsson, Arnór Fannar Theódórsson, Gunnar Már Magnússon, Sindri Snær Ólafsson og Frans Wöhler.
Mynd: Hvíti Riddarinn
Hvíti Riddarinn hefur samið við nýtt þjálfarateymi fyrir komandi tímabil í 4. deildinni.

Sindri Snær Ólafsson, sem á yfir 70 skráða mótsleiki með Hvíta Riddaranum, hefur tekið við sem aðalþjálfari liðsins. Sindri hefur margra ára reynslu sem yngri flokkaþjálfari hjá Aftureldingu og er nú að taka við sínu fyrsta meistaraflokksliði.

Aðstoðarmenn hans verða Frans Wöhler og Gunnar Már Magnússon. Frans hefur eins og Sindri þjálfað yngri flokka hjá Aftureldingu í mörg ár.

Gunnar spilaði með Hvíta Riddaranum í úrslitakeppni 4.deildar í fyrra og verður spilandi aðstoðarþjálfari. Gunnar á yfir 250 skráða mótsleiki á vegum KSÍ og kemur með mikla reynslu í þjálfarateymið.

„Hvíti Riddarinn hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Aftureldingu og er það stefna félagsins að nýta þann efnivið sem er til staðar í Mosfellsbænum," segir í yfirlýsingu frá Hvíta Riddaranum.

„Ný stjórn hefur einnig tekið til starfa hjá Hvíta Riddaranum:
Formaður: Birgir Ragnarsson
Varaformaður og gjaldkeri: Arnór Theodórsson"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner