Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. mars 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór: Ekki með hópinn upp á sitt besta
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, var ánægður með sigurinn á Úkraínu á Pinatar æfingamótinu í dag. Hann telur þó að liðið geti gert betur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina markið í dag. Ísland vann tvo 1-0 sigra á mótinu, gegn Norður-Írlandi og Úkraínu, en tapaði 1-0 fyrir Skotlandi.

„Það er kannski ekki ósvipað og í fyrsta leiknum að það er gott að halda hreinu og gott að vinna leiki, en það vantaði herslumuninn að reka endahnútinn á fleiri sóknir," sagði Jón Þór.

„Það voru fínir spilkaflar í þessum leik, en oft á tíðum vantar herslumuninn að koma sér virkilega nær markinu og í fleiri afgerandi færi. Oft á tíðum var það síðasta sendingin eða móttakan sem að klikkar."

„Við erum eins og er ekki með hópinn okkar upp á sitt besta. Það kemur inn á það að margir leikmenn eru á undirbúningstímabili og fáir leikmenn að spila í hverri viku 90 mínútur. Það sýnir okkur það að það líði tæplega sex mánuðir á milli landsleikja sé eitthvað sem við getum ekki auðveldlega fundið taktinn í. Við verðum að skoða það."

Að lokum sagði landsliðsþjálfarinn: „Það er jákvætt að við fáum eitt mark í þessum þremur leikjum. Við vinnum tvo leiki og höldum hreinu í tveimur leikjum, það er jákvætt. Það eru jákvæðir punktar sem við tökum áfram. Það er líka ljóst að það er heilmargt sem við verðum að gera á milli verkefna til að mæta vel undirbúin til leiks þegar undankeppni EM byrjar aftur."

Hér að neðan má sjá markið sem Gunnhildur Yrsa skoraði.


Athugasemdir
banner
banner
banner