Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 10. mars 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Leikmenn í sóttkví í sama flokki og meiddir leikmenn
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Þetta var ákveðið á fundi sérsambanda Íþróttahreyfingarinnar með almannavörnum.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, greindi frá þessu í viðtali við Vísi.

„Einstaka leikmenn sem eru í sóttkví falla í sama flokk og meiddir leikmenn eða fjarverandi. Ef heilt lið myndi aftur á móti lenda í sóttkví þá þyrfti að endurmeta stöðuna á ný,"segir Róbert við Vísi.

Ef sú staða kemur upp að heilt lið færi í sóttkví þá yrði óhjákvæmilega að fresta leikjum en slík mál yrðu tækluð ef þau kæmu upp.

„Það veit enginn hvernig framhaldið verður bæði hér og erlendis. Við lifum á tímum sem eru án fordæma og ekki hægt að vísa í sambærilegar stöður."

Þorsteinn Már Ragnarsson, sóknarmaður Stjörnunnar, hefur verið í sóttkví og þá er Guðni Sigþórsson, leikmaður Þórs, í sóttkví.
Athugasemdir
banner
banner
banner