Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. mars 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Rosalegar lokamínútur í sigri KR á Leikni
KR hafði betur gegn Leikni.
KR hafði betur gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 4 - 3 Leiknir R.
1-0 Arnþór Ingi Kristinsson ('25)
2-0 Ægir Jarl Jónasson ('30)
2-1 Sólon Breki Leifsson (71)
3-1 Tobias Thomsen ('75)
3-2 Sævar Atli Magnússon ('77, víti)
3-3 Sævar Atli Magnússon ('84)
4-3 Atli Sigurjónsson ('86)

KR er komið upp að hlið Breiðabliks í Riðli 1 í Lengjubikar karla eftir sigur á Leikni Reykjavík í Vesturbænum í kvöld.

Arnþór Ingi Kristinsson og Ægir Jarl Jónasson komu KR í 2-0 er þeir skoruðu með stuttu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 2-0 fyrir Íslandsmeistarana.

Þegar um 20 mínútur voru til leiksloka minnkaði Sólon Breki Leifsson muninn fyrir Leikni. Tobias Thomsen kom KR í 3-1 á 75. mínútu og þá héldu kannski einhverjir að leikurinn væri búinn. Svo var hins vegar ekki.

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknismanna, minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu og stuttu síðar jafnaði hann. Mikill karakter í Leikni, en Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR á 86. mínútu. Lokatölur 4-3 eftir æsispennandi lokamínútur.

KR hefur unnið alla fjóra leiki sína í Lengjubikarnum og er með 12 stig eins og Breiðabliki. Þessi lið munu mætast í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á sunnudaginn. Leiknir er með þrjú stig eftir fjóra leiki, í fjórða sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner