Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 10. mars 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður Ilicic elstur í sögunni til að skora fernu
Ilicic með boltann sem hann fékk að launum fyrir að skora þrennu.
Ilicic með boltann sem hann fékk að launum fyrir að skora þrennu.
Mynd: Getty Images
Josip Ilicic, leikmaður Atalanta, fór á kostum þegar Atalanta komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld.

Atalanta vann Valencia 4-3 og samanlagt í einvíginu 8-4. Ilicic skoraði öll fjögur mörk Atalanta í kvöld, í síðari leikum.

Ilicic virðist eldast eins og gott vín. Ilicic er orðinn 32 ára og er á hátindi fótboltaferilsins. Hann varð í kvöld elsti leikmaðurinn í sögunni til að skora fernu í Meistaradeildinni.

Hann hefur á þessu ári skorað 14 mörk í öllum keppnum. Það er meira en nokkur annar leikmaður í fimm sterkustu deildum Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner