Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 14:56
Elvar Geir Magnússon
Spánn bannar flug til og frá Ítalíu - Setur Evrópuleiki í uppnám
Mynd: Getty Images
Spænska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að bannað verði að fljúga milli Ítalíu og Spánar vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Þetta setur Evrópuleiki eins og Napoli - Barcelona, Inter - Getafe og Sevilla - Roma í uppnám.

Flugbannið tekur gildi á miðnætti og gildir frá 11. mars til 25. mars og eina undanþágan er veitt varðandi neyðarflug.

Bannið gæti skapað mikil vandamál fyrir Meistaradeildina og Evrópudeildina. Inter á að mæta Getafe á fimmtudag og Roma á að heimsækja Sevilla.

Leikirnir verða leiknir fyrir luktum dyrum en flugbannið flækir málið. Í næstu viku mætast Barcelona og Napoli á Nývangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner