Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. mars 2020 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Sociedad í Meistaradeildarsæti
Leikið var á bak við luktar dyr út af kórónuveirunni.
Leikið var á bak við luktar dyr út af kórónuveirunni.
Mynd: Getty Images
Eibar 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('16 , víti)
0-2 Willian Jose ('75 )
1-2 Charles ('90 , víti)

Eibar og Real Sociedad mættust í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni fyrir framan enga áhorfendur.

Mikel Oyarzabal skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum á 16. mínútu. Á 29. mínútu fékk Eibar tækifæri til að jafna, Fabian Orellana klúðraði vítaspyrnu.

Í hálfleik var staðan 1-0 , en Sociedad tvöfaldaði forystu sína þegar stundarfjórðungur var eftir.

Í uppbótartíma fékk Eibar þriðju vítaspyrnu leiksins. Í þetta skiptið fór Charles á vítapunktinn og skoraði. Eibar fékk hins vegar ekki nægilegan tíma til að jafna og lokaniðurstaðan 2-1.

Sociedad fer upp í fjórða sæti, Meistaradeildarsæti, með þessum sigri, en Eibar er í bullandi fallbaráttu í 16. sæti með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner