þri 10. mars 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Vanda ósátt: Búin að missa Holland og Skotland fram úr okkur
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum landsliðskona og landsliðsþjálfari, lét í sér heyra á Twitter í gær.

U19 ára landslið kvenna vann Þýskaland í fyrsta skipti í sögunni í gær en lokatölur urðu 2-0 í vináttuleik liðanna á La Manga á Spáni.

Vanda kallar eftir því að KSÍ búi til verkefni fyrir landsliðsmenn sem ganga upp úr U19 landsliðinu.

„Stórkostlegur árangur. Innilega til hamingju EN ekki tími til kominn að setja á U20/U21 kvenna, svo að þessu verði viðhaldið, ha KSÍ? Við erum búin að missa Holland langt fram úr okkur í A og núna Skotland... #hvarendarþetta?" sagði Vanda á Twitter.

Reglulega hefur verið rætt um að stofna U21 eða U23 ára lið kvenna undanfarin ár en ekkert hefur gerst í þeim málum ennþá. Málið var síðast til umfjöllunar á stjórnarfundi hjá KSÍ í október. Í fjárhagsáætlun KSÍ árið 2020 er gert ráð fyrir verkefni hjá U23 ára liði
kvenna.

Sjá einnig:
Elísabet: Gefið að allar þjóðir eiga að vera með U23 ára landslið (febrúar 2018)

Athugasemdir
banner
banner
banner