Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. mars 2020 13:45
Elvar Geir Magnússon
Wan-Bissaka þakkar aukaæfingunum
Aron Wan-Bissaka.
Aron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka hjá Manchester United segir að aukaæfingarnar hafi gert sig að einum besta varnarmanni ensku úrvalsdeildarinnar.

Sparkspekingurinn Jamie Carragher sagði eftir 2-0 sigur United gegn City í grannaslagnum að enginn í heiminum væri betri að verjast einn gegn einum en Wan-Bissaka, sem kom til United frá Crystal Palace á 50 milljónir punda síðasta sumar.

Frammistaða Wan-Bissaka hefur farið upp á við en United hefur verið á fínu róli að undanförnu.

„Ég tel að það hafi verið góð framþróun. Ég hef fengið aðstoð frá liðinu og þjálfurunum. Þeir hafa sýnt mér leiðina að bætingu," segir Wan-Bissaka.

„Ég æfi aukalega eftir æfingar og með þeim hætti er ég að bæta mig stöðugt og tilbúinn að spila vel í hverri viku."

United er ósigrað í síðustu tíu leikjum í öllum keppnum og hefur varnarleikurinn verið lykillinn af því.

„Samvinnan innan liðsins hefur aukist og við höfum vaxið saman. Liðið er farið að halda markinu hreinu oftar. Ef við höldum markinu hreinu þá getur liðið sótt sigra."

Hvort líður honum betur sem hægri bakvörður í fjögurra manna vörn eða sem vængbakvörður?

„Mér líður vel í báðum kerfum. Með fimm manna vörn þá fæ ég að taka enn meiri þátt í sóknarleiknum," segir Wan-Bissaka.
Athugasemdir
banner
banner