Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Werner ræðir um ensk félög - Þarf að velja í sumar
Mynd: Getty Images
Timo Werner, framherji RB Leipzig, segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann leiki áfram með þýska félaginu á næsta tímabili eða fari til Englands.

Werner hefur verið orðaður við nokkur ensk félög og hann ræddi við Sky Sports fyrir leikinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.

„Í fyrsta skipti á atvinnumannaferli mínum eru tveir möguleikar. Annar er að verða hluti af liði eins og Liverpool eða Manchester City. Þetta eru góð lið sem eru að spila vel. Þau hafa líka frábæra þjálfara," sagði Werner.

„Spurningin er: Viltu fara í svona lið því að samkeppnin er þegar erfið fyrir alla leikmenn þar og viltu vera hluti af því. Þetta er eitt af því að sem þú þarft að horfa á."

„Hin hliðin er sú að það eru lið sem þurfa að gera miklar breytingar því að þau hafa unnið nokkra stóra titla en þau eru ekki að keppa á meðal þeirra bestu ennþá. Manchester United er eitt af þeim liðum."

„Á þessum tímapunkti á ferlinum spyr ég sjálfan mig: Viltu vera hluti af nýju liði og byggja eitthvað nýtt upp eða vil ég vera áfram hjá mínu liði og búa til eitthvað frábært?"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner