Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. mars 2021 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar tekur glaður við símtölum - Fékk ekki tækifæri hjá Óskari
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert að bíða við símann," sagði Arnar Sveinn Geirsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið.

Hann ræddi við Jóhann Skúla Jónsson um fótboltaferil sinn og margar sögur sagðar.

Arnar, sem er forseti Leikmannasamtakana, er án félags. Hann spilaði með Fylki á láni frá Breiðablik síðasta sumar en er ekki búinn að semja við félag fyrir komandi leiktíð.

„Ég tek glaður við símtölum samt. Þetta er búið að vera mjög skrítinn tími, þessi Covid-tími. Ég er sjálfur búinn að vera í meiðslavandræðum. Ég er opinn fyrir öllu, ég er halda mér í standi og hef kraftinn og viljann í að halda áfram í fótbolta. Ég tek glaður á móti öllum símtölum og er tilbúinn að skoða allt. Að sama skapi er maður orðinn góðu vanur, það skiptir auðvitað líka máli í þessu."

Arnar Sveinn verður þrítugur á árinu en hann hefur spilað sem hægri bakvörður síðustu ár. Hann talaði um það í þættinum að brottrekstur Ágúst Gylfasonar frá Breiðablik hefði verið ósanngjarn. Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við af Ágústi en að sögn Arnars, þá ákvað Óskar að Arnar yrði ekki í hans plönum án þess að hafa séð hann á einni æfingu.

„Það er alltaf ósanngjarnt að segja við leikmann - sama hver leikmaðurinn er - að hann fái ekki tækifæri áður en þetta byrjar; þú færð ekki einu sinni æfingu. Hann var með einhverja skoðun á mér sem leikmanni og ég held að hann hafi ekki áttað sig á því hvernig ég er sem karakter. Ég verð bara að virða það. Hann tekur þessa ákvörðun en það var drullufúlt."

„Óskar og Dóri eru flottir og komu inn með geggjaðar pælingar sem hefði verið gaman að vera meiri partur af. Það er eins og það er," sagði Arnar Sveinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner