Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. mars 2021 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron að spila gríðarlega vel - Mætir alltaf með eigin kodda
Aron er að standa sig vel með Al Arabi í Katar.
Aron er að standa sig vel með Al Arabi í Katar.
Mynd: Getty Images
Það eru landsleikir síðar í þessum mánuði.
Það eru landsleikir síðar í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spilar lykilhlutverk fyrir Al Arabi í Katar.

Al Arabi er mikið Íslendingafélag. Aron Einar er á miðjunni og á hliðarlínunni er Heimir Hallgrímsson með tvo íslenska aðstoðarþjálfara, þá Bjarka Má Ólafsson og Frey Alexandersson.

Freyr var nýverið í viðtali við 433.is þar sem hann fór yfir það þegar hann stýri Al Arabi gegn Al Sadd á dögunum. Heimir gat ekki stýrt liðinu þar sem hann var með kórónuveiruna.

„Það var hrikalega svekkjandi. Það var þvílíkur aulaskapur að kasta því frá sér, við vorum yfir þegar 89 mínútur voru á klukkunni," sagði Freyr en Al Sadd, sem leikur undir stjórn spænsku goðsagnarinnar Xavi, skoraði tvö mörk síðustu andartökum leiksins.

Freyr segir að Aron sé rosalega mikilvægur en hann gat ekki tekið þátt í þeim leik.

„Ég get alveg sagt það við íslenskan fjölmiðil að ef Aron Einar Gunnarsson hefði verið inn á vellinum, þá hefðum við lokað þessum leik. Hann festist í hálsinum í upphitun. Hann er samt alltaf með sinn eigin kodda á hótelinu. Ég veit ekki hvað gerðist hjá kallinum," sagði Freyr.

„Aron er hrikalega mikilvægur fyrir okkur, hann er í þrusu standi og er að spila gríðarlega vel. Við finnum mjög mikið fyrir því þegar hann er ekki með."

Þetta er gott að heyra fyrir landsleikina sem eru síðar í þessu mánuði. Það eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM.

Leikir Íslands í mánuðinum:
Þýskaland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Armenía - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Liechtenstein - Ísland (miðvikudagur 31. mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner