mið 10. mars 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta-liða úrslitin öðruvísi í ár: Enginn Ronaldo, enginn Messi
Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum.
Ronaldo hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum.
Mynd: Getty Images
Átta-liða úrslitin í Meistaradeildinni verða öðruvísi í ár en vanalega. Að minnsta hafa þau ekki verið svona frá árinu 2005.

Það er nefnilega þannig að hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi munu taka þátt í 8-liða úrslitunum þetta árið.

Annar hvor þeirra, eða þeir báðir, hafa komist úr 16-liða úrslitunum síðustu 15 árin. Núna gerðist það ekki. Ronaldo var í liði Juventus sem féll úr leik gegn Porto og Messi í liði Barcelona sem féll úr leik gegn Porto.

Þeir tveir hafa verið bestu fótboltamenn heims síðustu 10-15 árin en þeir eru báðir að eldast. Messi er 33 ára og Ronaldo 36 ára.

Porto, Dortmund, Liverpool og PSG eru komin í 8-liða úrslit. Í næstu viku klárast 16-liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner