Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. mars 2021 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Fínt stig fyrir lærisveina Rooney
Wayne Rooney, stjóri Derby.
Wayne Rooney, stjóri Derby.
Mynd: Getty Images
Barnsley 0 - 0 Derby County

Barnsley og Derby County áttust við í eina leik kvöldsins í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í kvöld.

Barnsley er í baráttu um að komast í umspil á meðan Derby ætlar sér að forðast fallsvæðið.

Lærisveinar Wayne Rooney í Derby mættu vel skipulagðir í leikinn og þeir náðu að hanga á núllinu. Barnsley var sterkari aðilinn í leiknum en Derby átti líka sín augnablik. Graeme Shinnie, leikmaður Derby, átti skot í stöngina þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Lokatölur 0-0 í þessum leik. Barnsley er í sjötta sæti deildarinnar með 58 stig og Derby er í 18. sæti, sjö stigum frá fallsvæðinu. Rooney er á góðri leið með að halda Derby uppi eftir að liðið hafði verið í fallsæti framan af tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner