Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. mars 2021 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Þrír Íslendingar spiluðu í sigri Midtjylland á OB
Sveinn Aron fékk langþráðar mínútur.
Sveinn Aron fékk langþráðar mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu þrír Íslendingar við sögu í danska bikarnum í dag þegar Midtjylland og OB áttust við.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og spilaði allan leikinn. Aron Elís Þrándarson byrjaði hjá OB en Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á bekknum hjá OB.

Sveinn Aron hefur verið úti í kuldanum hjá Jakob Michelsen, þjálfara OB, og ekkert spilað síðan danski boltinn fór aftur af stað eftir vetrarfrí. Hann hefur verið utan hóps í sex af sjö deildarleikjum OB á árinu og einu sinni var hann ónotaður varamaður.

Í dag fékk hann hálfleik í bikarnum. Aron Elís spilaði 62 mínútur fyrir OB.

Midtjylland vann öruggan 3-0 sigur og samanlagt 5-1 í þessu einvígi. Liðið er því komið áfram í undanúrslit.

Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, var heiðraður fyrir leikinn þar sem hann var að spila sinn 100. leik fyrir Midtjylland.


Athugasemdir
banner
banner