Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. mars 2021 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Er í raun ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel í Krikanum"
Líður mjög vel í Krikanum
Ég kem úr mikilli FH fjölskyldu og það kom í raun aldrei neitt annað til greina en að æfa með FH
Ég kem úr mikilli FH fjölskyldu og það kom í raun aldrei neitt annað til greina en að æfa með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auðvitað er það markmiðið að verða atvinnumaður en mér líður mjög vel í Krikanum
Auðvitað er það markmiðið að verða atvinnumaður en mér líður mjög vel í Krikanum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gylfi Þór Sigurðsson, Baldur er ekki sá eini sem lítur upp til hans.
Gylfi Þór Sigurðsson, Baldur er ekki sá eini sem lítur upp til hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugi Baldurs, hinn eini sanni.
Laugi Baldurs, hinn eini sanni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór, mikill atvinnumaður
Eggert Gunnþór, mikill atvinnumaður
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristall Máni Ingason, TikTok dansari með meiru
Kristall Máni Ingason, TikTok dansari með meiru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur Magnússon
Teitur Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson steig fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 2017 þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk FH og varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki félagsins. Hann lék svo einn leik sumarið 2018 en var fjarri allt árið 2019 eftir að hafa meiðst illa.

Hann sneri svo til baka fyrir síðustu leiktíð og kom við sögu í sextán deildarleikjum. Baldur er nítján ára unglingalandsliðsmaður og hefur til þessa leikið sautján landsleiki fyrir yngri landsiðiðin. Í febrúar var hann valinn í æfingahóp fyrir U19 ára landsliðið. Fótbolti.net heyrði í Baldri og ræddi við hann um ferilinn til þessa.

Kom ekkert til greina nema FH
Byrjum þetta á byrjuninni, af hverju byrjar Baldur að æfa með FH á sínum tíma og af hverju fótbolti?

„Ég kem úr mikilli FH fjölskyldu og það kom í raun aldrei neitt annað til greina en að æfa með FH. Ég hef verið alveg fótboltaóður frá því að ég man eftir mér," sagði Baldur Logi.

Var hann í öðrum íþróttum?

„Ég tók nokkur ár í handboltanum þegar ég var yngri en var hættur því frekar snemma."

Hver er uppáhaldsstaðan á vellinum?

„Mér líður vel á miðjunni en hef leyst allt nema hafsent og markmann held ég."

Stoltur frekar en svekktur
Kom það á óvart á sínum tíma að fá að vera hluti af hópi FH haustið 2017? Hvernig var að koma inn í hópinn?

„Já, það kom aðeins á óvart að fá að vera hluti af hópnum. Liðsfélagarnir tóku vel á móti mér og hjálpuðu mér."

Baldur kom við sögu í einum leik sumarið 2018, hann lék korter í bikarleik. Var hann svekktur að fá ekki fleiri tækifæri það sumarið?

„Nei, ég var frekar stoltur að fá að taka þátt í meistaraflokki þetta ungur. Við (FH-ingar) vorum með marga frábæra leikmenn sem ég lærði mikið af."

Gylfi Sig alltaf fyrirmyndin
Talandi um frábæra leikmenn. Hver var fyrirmynd Baldurs þegar hann var að vinna sig upp yngri flokkana?

„Gylfi Sig var alltaf fyrirmyndin þegar ég var yngri. Það hjálpaði klárlega að hann er FH-ingur."

Gylfi er auðvitað framúrskarandi leikmaður en hvað var það við hann sem heillaði Baldur?

„Mér fannst það vera hugarfarið, auðvitað spyrnutæknin líka og svo er tæknin almennt hjá honum svakaleg."

Virkilega svekkjandi að slíta krossband
Baldur lendir í því að slíta krossband snemma árs 2019, hann var því frá allt það ár og kom til baka fyrir síðasta tímabil. Hversu svekkjandi var að lenda í þessum meiðslum?

„Það var virkilega svekkjandi, það var mikið framundan á þessum tíma og búið að ganga vel. Maður var hundfúll í nokkrar vikur en svo þýddi ekkert að vorkenna sér of mikið."

Hvernig gekk endurhæfingin?

„Endurhæfingin gekk bara eins vel og hægt er, ég var í frábærum höndum hjá Robba Magg sjúkraþjáfara sem sá gríðarlega vel um mig og Hákon Hallfreðsson styrktarþjálfari hjálpaði mér líka mikið."

Baldur kom inn á að það hafi verið mikið framundan, eitt af því var lokakeppni U17 ára landsliðsins. Hvernig var að horfa á hana heima úr stofu?

„Það var auðvitað sárt að missa af úrslitakeppninni og frekar þreytt að vera heima í stofu. En það var virkilega gaman að sjá hvað strákarnir stóðu sig vel."

Áherslur Eiðs og Loga virkuðu vel á hópinn
Tímabilið í fyrra, var Baldur sáttur með það þegar hann horfir til baka?

„Ég var nokkuð sáttur með síðasta tímabil þar sem ég var að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Ég tók þátt í flestum leikjum og var sáttur með frammistöðuna þó svo að maður vilji alltaf gera betur."

Varð Baldur var við mikla breytingu þegar Eiður Smári og Logi koma inn um mitt sumar þegar Óli Kristjáns fór til Danmerkur?

„Eiður og Logi komu með sýnar áherslur sem að virkuðu vel á hópinn og voru góð blanda. Þeir komu með góða punkta sem hjálpuðu manni að spila í því kerfi sem þeir vildu spila."

Hvernig var að fá Eggert Gunnþór inn á æfingasvæðið þegar hann kom frá Danmörku?

„Eggert hækkaði 'standardinn' klárlega, hann er mikill atvinnumaður og maður sér hvers vegna hann hefur átt þann atvinnumannaferil sem hann á að baki."

„Það er já við öllum þremur"
Þrjár spurningar um komandi tímabil; Kemur fyrsta markið í ár? Ertu með eitthvað persónulegt markmið fyrir sumarið? Getur FH orðið Íslandsmeistari?

„Það er já við öllum þremur. Ég ætla að halda markmiðinu fyrir sjálfan mig."

Líður mjög vel í Krikanum
Hefur Baldur farið á reynslu erlendis eða fengið boð um slíkt?

„Já. Ég hef átt nokkra möguleika að fara erlendis á reynslu."

Af hverju ákvað hann að fara ekki út og æfa með þeim félögum sem buðu honum að koma á reynslu?

„Það var bara þannig að það var alltaf eitthvað annað í gangi.
Þetta kom upp á óhentugum tíma rétt áður en tímaiblið var að byrja hér heima og siðan var ég hreinlega bara meiddur. Það má segja að tímasetningarnar hafi ekki hentað."


Er Baldur með eitthvað markmið varðandi atvinnumennsku?

„Auðvitað er það markmiðið að verða atvinnumaður en mér líður mjög vel í Krikanum og er í raun ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel þar."

Er hann með eitthvað markmið að vera hluti af U21 landsliðinu í næstu undankeppni?

„Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að því að standa mig vel með FH og ef það gengur er aldrei að vita hvað gerist."

Mamman örugglega ekki sammála
Guðlaugur Baldursson, nú þjálfari Þróttar, er faðir Baldurs. Hvernig hefur hann hjálpað Baldri að vera sá leikmaður sem hann er í dag?

„Hann hefur hjálpað mér í nánast öllu sem tengist fótbolta, hann hefur sérstaklega gott auga fyrir því hvað ég má bæta og hvernig sé best að gera það."

Tala þeir tveir um eitthvað annað en fótbolta?

„Það kemur nú alveg fyrir að við tölum um eitthvað annað en fótbolta þó svo að mamma sé örugglega ekki sammála því."

Hvernig var að hafa hann á bekknum hjá FH síðasta sumar?

„Mér fannst bara fínt að hafa hann á bekknum síðasta sumar enda finnst mér hann mjög góður þjálfari."

„Verð að gefa Stalla það að hann er svakalegur dansari"
Baldur sagði frá skemmtilegu atviki í 'Hinni hliðinni' að Kristall Máni hafi fagnað fyrir framan finnskan andstæðing með svokölluðum 'Fortnite' dansi í leik með U17. Hvernig tók Finninn í það?

„Finninn tók ekki alveg nógu vel í dansinn sem er kannski skiljanlegt þar sem að þeir voru að tapa úrslitaleik. Verð að gefa Stalla það að hann er svakalegur dansari, mæli með að fólk tékki á honum á TikTok."

Teitur eykur breiddina og samkeppnina í vörninni
Baldur og Davíð Snær Jóhannson, leikmaður Keflavíkur, völdu hvorn annan með á eyðieyjuna frægu í áðurnefndri hinni hlið. Hvenær kynnturst þeir og hversu góðir vinir eru þeir?

„Ég og Davíð erum góðir vinir, við höfum náð vel saman frá því að við byrjuðum í fyrstu landsliðsúrtökunum."

Eiga allir að vera með bæði augun á Davíð í leikjum Keflavíkur í sumar?

„Fólk ætti klárlega að fylgjast með Davíð í sumar, hann á eftir að gera góða hluti."

Teitur Magnússon gekk í raðir FH frá OB núna snemma árs. Hvað gefur Teitur liði FH?

„Það er frábært að fá hann heim. Við höfum farið saman upp alla yngri flokkana og erum mjög góðir vinir. Hann gefur FH-liðinu aukna breidd og samkeppni í varnarlínuna," sagði Baldur að lokum.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Baldur Guðlaugsson
Athugasemdir
banner
banner
banner