mið 10. mars 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég skil ekki reglurnar
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var sáttur með sitt lið í kvöld en hann var ekki jafn sáttur með dómgæsluna. City vann 5-2 sigur á Southampton á heimavelli.

„Við unnum leikinn því við vorum með mikil gæði inn á vellinum," sagði Guardiola.

„Það er bara ótrúlegt að fengum ekki vítaspyrnu," sagði spænski knattspyrnustjórinn og átti þar við þegar Phil Foden datt í teignum en stóð beint aftur upp. Það var augljós snerting þar en ekkert dæmt.

„Einn daginn munu þeir útskýra reglurnar. Ég skil þær ekki. Við höfum unnið allt sjálfir, enginn hefur gefið okkur neitt."

„Það var mikilvægt fyrir Kevin (de Bruyne) og Riyad (Mahrez) að skora mörk. Við þurfum á þeim að halda. Núna er það hvíld og svo Fulham. Þetta er leikur fyrir leik, það eru níu leikir eftir."

Man City er með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd, sem er í öðru sæti, á leik til góða á City.
Athugasemdir
banner
banner
banner