Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. mars 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann spilar eins og hann sé þrítugur"
Mynd: Hulda Margrét
Logi Hrafn Róbertsson er sextán ára varnarmaður sem haustið lék 2019 sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH, þá fimmtán ára gamall og tveimur mánuðum betur.

Síðasta sumar stækkaði hlutverk hans og kom hann við sögu í sjö deildarleikjum og einum bikarleik.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Logi Hrafn Róbertsson

Baldur Logi Guðlaugsson, samherji Loga hjá FH, var til viðtals fyrr í dag. Baldur var spurður út í frænda sinn, Loga Hrafn.

Hversu góður er Logi í dag og hversu langt getur hann náð að þínu mati?

„Ég og Logi erum góðir félagar. Hann er hrikalega öflugur og hann getur farið eins langt og hann sjálfur vill," sagði Baldur.

Hverjir eru hans styrkleikar?

„Hans styrkleikar eru ákvarðanatökur og sendingar, hann er yfirvegaður og er búinn að sjá lengra en bara næstu sendingu. Hann spilar eins og hann sé þrítugur," bætti Baldur við.

Viðtalið við Baldur Loga:
„Er í raun ekki að hugsa um neitt annað en að standa mig vel í Krikanum"
Athugasemdir
banner
banner