Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. mars 2021 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lánsmaður frá Liverpool lék sama leik og Busquets
Mynd: Getty Images
Porto komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær eftir magnaðan leik við Juventus á Ítalíu.

Eftir dramatík og framlengingu gerði Juventus 4-4 samanlagt jafntefli gegn Porto en portúgalska liðið komst áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Porto var einum færri frá 54. mínútu eftir að Mehdi Taremi fékk að líta sitt annað gula spjald. Leikurinn endaði 2-1 og fór í framlengingu. Í framlengingunni skoraði Porto beint úr aukaspyrnu mark sem skipti öllu máli. Juventus náði að minnka muninn strax en komst ekki lengra og því fór Porto áfram.

Það var mikið stress undir lokin en Grujic náði að vinna nokkrar sekúndur fyrir sitt lið. Hann fiskaði brot, féll í jörðina og hélt um andlit sitt. Það var dæmd aukaspyrna og leikmenn Porto náðu aðeins að róa taugarnar.

Grujic virtist í fyrstu sárþjáður, hann hélt um andlit sitt en svo sást hann kíkja hvort hann hefði ekki örugglega fengið brotið. Þetta minnti á Sergio Busquets. Spænski miðjumanninum tókst að láta reka Thiago Motta af velli í undanúrslitaeinvígi Barcelona og Inter í Meistaradeildinni 2010.

Busquets leit upp eins og Grujic, en David Luiz gerði slíkt hið sama í leik gegn Manchester United 2013. Luiz lá í jörðinni og hló þegar landi hans, Rafael, var rekinn af velli.

Þetta er ekki nýjasta bragðið í leiknum en hér að neðan má sjá hvað Grujic, sem er í láni frá Liverpool, gerði í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner